Rock N Roll Denver Marathon 22.9.2012

Denver R´N´RRock N Roll Denver Marathon & Half-Marathon, Relay Denver, CO USA22. Sept. 2012.
http://runrocknroll.competitor.com/denver 

 

Maraþonið var ræst kl. 7:15... sem þýddi að ég varð að stilla klukkuna á 4:00. 

Við erum auðvitað á kol-vitlausum tíma hérna, svo það þurfti ekki að berja mig í rúmið milli kl 6 og 7... og ég svaf ágætlega.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við vöknuðum öðru hverju í nótt en gátum bæði sofnað aftur og vorum vöknuð áður en klukkan hringdi. 

Hinn venjulegi undirbúningur tók stuttan tíma, morgunmatur og tær teypaðar, föt, skór, númer og fylgihlutir - allt á sínum stað. Það eina sem var óvenjulegt er að við höfðum ekki farið á staðinn, bílastæðahúsið þar sem okkur var sagt að geyma bílinn.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við hefðum kannski betur gert það - það var 2ja mílna löng ganga á startið... það voru laus stæði á leiðinni, sem hefðu verið í göngufæri frá starti og marki fyrir Lúlla.... En hlaup sem hafa upphafs-og endapunkt í miðju borga, skarta ekki stórum bílaplönum í næsta nágrenni og svo eru allar götur yfirleitt lokaðar í kring.

Ég hitti 3 Maniacs, Bob, Steve og Margaret fyrir hlaup og missti af hópmyndatöku, en hitti síðan einhverja fleiri á leiðinni. 

Bíðari nr 1, beið sem sagt við markið ALLAN tímann... ætti að fá verðlaunapening fyrir það ;) og honum var hætt að lítast á blikuna - ég var svo lengi.

R´N´R Denver CO, 22.9.2012

Maraþonið hafði 6 tíma takmörk og ég var búin að segja Lúlla að ég myndi sennilega nota allan þann tíma. Denver er "the mile high city" sem sagt í 1642 metra hæð yfir sjávarmáli og maður finnur fyrir lofthæðinni á göngu... og svo er það víst staðreynd að ef fólk æfir ekki - þá hefur það ekkert úthald. Ofan á allt var glampandi sól og hitinn 26°c í upphafi og endaði í 32°c 

Þetta maraþon er nr 147 hjá mér, garmurinn varð geðveikur í hlaupinu, mældi ekki fyrstu 4 km... mældi 38,66 km eða frá því er ég skipti yfir í mílur... en hann klikkaði ekki á tímanum 6:24:46 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband