Við flugum inn í gær, vöknuðum alltof snemma, versluðum aðeins í morgun og sóttum gögnin eftir hádegið... Expo-ið var í Convention Center og það var ekkert smá mál að fá stæði einhversstaðar... Mér var hætt að lítast á þetta því maraþonið byrjar á þessum bletti.
Expo-ið var nokkuð stórt... það eina sem ég keypti eins og svo oft áður, var pin-merkið... Það eru ekki öll maraþon með merki en ég kaupi þau sem eru til sölu... Við komum hins vegar út með fulla poka af góssi... mest af pakka-pökkuðum túnfiski.
Ég fékk nokkuð góðar upplýsingar um hvar bílastæðin verða og hvernig á að komast þaðan á startið. Ég verð nr. 13116. Nú er bara að hvíla sig og reikna út hvenær maður þarf að vakna og koma sér af stað :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 21.9.2012 | 22:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.