Það er ferlega gaman að hjóla... ég hef virkilega saknað þess í vetur... í gær hjólaði ég í Reykjavík og svo útí iðnaðarhverfi samtals 37,6 km og mig langaði ekki inn, vildi bara vera úti.
í dag var ég komin á hjólið kl 11 því ég ætlaði að hitta Berghildi, Eddu og Ingu Bjarteyju á Bláfjallaveginum einhversstaðar nærri spjaldi nr 27...
Við skoðuðum 3 helli í dag... Leiðarenda, Hjartartröð og Óbrinnishólahelli... og fundum þessi tvö spjöld sem við leituðum að...
þá var kl 4 og ég flýtti mér að hjóla heim og svo að hitta Völu við kirkjugarðinn. Við hjóluðum upp í Kaldársel og gengum (með hjálmana á hausnum) á Helgafellið í frábæru veðri. ég get ekki neitað því að hafa hreyft mig í dag.
Hjólaði 42,1 km og gekk 8,71 km :)
Flokkur: Íþróttir | 4.7.2012 | 21:06 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.