Utah Valley Marathon 9.6.2012

Zions Bank Utah Valley Marathon & Half Marathon, 10K, Kids 1K, Provo, UT USA  9.júní 2012
http://www.utahvalleymarathon.com 

Utah Valley Marathon 9.6.2012

Klukkan hringdi 2:30 am... ég hafði sofið eins og steinn, enda þreytt eftir að hafa sofið illa nóttina áður. Í þessu hlaupi eru forréttindi að vera Maniac, við höfum sér rútur og klósett á starti. Það var hins vegar frekar langt á startið svo ég ákvað að eyða ekki tíma í morgunmatinn áður en ég færi, heldur borða hann í rútunni. Fékk mér kaffi, teypaði tærnar, dótið var tilbúið og svo lögðum við af stað...

Með Tony Nguyen, Utah Valley 2012

Það tók okkur smá tíma að finna réttu rúturnar... ég rétt náði síðustu rútunni kl 3:45... ekkert nema Maniac-ar þar :D

Startið var uppi í fjöllum og búist við frosti þar... þar voru eldar til að halda hita á fólki. Hvar sem ég leit voru Maniac-ar takandi myndir og auðvitað skellti ég mér inná þær enda ekki með vél... svo voru allir símarnir og allt sent beint á Maniac-síðuna á Facebook. Snilld að hafa merkt klósett.

Ekkert nema Maniac-ar á leiðinni ;)

Það var hlýrra en undanfarin ár... og ég í síðum buxum og hafði ætlað að byrja í langermabol og binda hann síðan utan um mig... en ég setti hann í gear-check... ég hljóp í nýjum MM hlýrabol :) 

Það var tekin hópmynd fyrir framan startið, 5 mín. fyrir start kl 6 am. 

Utah Valley Marathon 9.6.2012

Við hlaupum niður... og upp og niður risastórt gil... byrjuðum í ca 6.250 feta hæð og enduðum í um 4.500... Maður fann fyrir þunna loftinu. og hvílíkur mótvindur sem við fengum og glampandi sól. Vegna hitans og vindsins var ég hrædd um að drekka ekki nóg... en drakk síðan allt of mikið því ég fór 3svar á klósett á leiðinni.
http://www.utahvalleymarathon.com/utah-valley-marathon-map.php

MM Reunion, Utah Valley 9.6.2012

Síðustu 4 mílurnar voru í Provo og þá lyngdi og hitnaði verulega, sennilega um 30°c... ég gekk meirihlutann af þeim mílum.

Sólarvörnin (30) dugði svo ég brynni ekki og ég slapp við bruna-nudd-sár. Verðlaunapeningurinn er æðislegur og peningurinn frá MM, geggjaður :)

Garmurinn minn mældi tímann 5:52:34 og vegalengdina 42,55 km
Maraþonið er nr 145 

http://www.youtube.com/watch?v=_I0mtzC0iaI
myndband frá Joe (The Marathon Show) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum á vefsíðu hlaupsins þá var flögutíminn 5:52:37...

Utah Valley Marathon

6/9/12 SVAVARSDOTTIR, BRYND (F55) 5:54:13 1967 908 / 28 F55-59 5:52:37

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 12.6.2012 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband