Við vorum frekar ferðaþreytt, keyrðum á 2 dögum frá Las Vegas til Lehi Utah. Við hefðum getað keyrt á einum degi en áætlunin breyttist hjá mér. Ég ákvað að hætta við að hlaupa Bear Lake á föstudaginn, ég er ekki í neinni æfingu og vil síður sleppa Utah Walley út af MM-Reunion-inu.
Við tékkuðum okkur inn á hótelið... opnuðum tölvuna til að sjá hvenær Reunion-ið byrjaði. Það passaði að fara strax til Provo... smá mistök hjá mér í pöntun, ætlaði ekki að vera svona langt frá.
Númerið mitt er 6838... expo-ið ágætt. Ég hélt að þetta væri lítið hlaup en það er bara nokkuð stór viðburður. Ég fór í beint útvarpsviðtal...
Reunion-ið var svipað og í Appleton í fyrra. Fundurinn dróst því þeir voru alltaf að gefa séns, þeim sem komu of seint... Allir kynntu sig, það tók tíma svo að lokum var ekki tími fyrir hópmynd.
Við drifum okkur út, áttum eftir að setja inn í garminn, rúturnar, markið, kaupa nesti og kaupa okkur kvöldmat. Þegar ég var búin að taka saman dótið var klukkan orðin 8:30 og klukkan stillt á 2:30...
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 9.6.2012 | 21:08 (breytt kl. 21:16) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.