Með Völu minni

Ég hljóp síðast á laugardag fyrir rúmri viku... síðan hef ég varla hreyft mig... En Vala er á dagskrá á mánudögum og ég var mætt á réttum tíma fyrir utan vinnuna hjá henni... 

Ég var búin að gleyma sárunum á hælunum... sem ég fékk í Nashville, nokkuð djúp sár og hrúðrið þykkt. Það sprakk aðeins á leiðinni, fann sviðann í sturtunni á eftir, en það háði mér lítið. Veðrið var fallegt, sól en kaldur vindur... virkaði stundum bara þægilega. Ég lafði í Völu alla leiðina... þetta er alveg að gerast... síðasta próf á fimmtudag, svo verð ég frjáls eins og fuglinn :)

Hrafnistuhringur 12,5 km :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband