Nashville, TN USA 28.apríl 2012 http://nashville.competitor.com
Ég var búin að bylta mér nokkrum sinnum áður en klukkan hringdi 3:15. Ég borðaði kringlu með osti - ekkert kaffi... það var agalegt. Síðan tók þetta venjulega við í undirbúningi fyrir hlaup...
Við bárum allt út í bíl og ég tékkaði okkur út kl 4:40... við vorum svo heppin að vera búin að fara á Finish í gær og Garmin lét okkur fara út af hraðbrautinni á öðru exiti en flestir aðrir fóru, svo við fengum strax bílastæði við hliðina á rútunum og endamarkinu. Hérna verður Lúlli að bíða þar til ég kem í mark.
Ég ætlaði að bíða í hálftíma í bílnum, en fólkið dreif svo að, km-löng biðröð í rúturnar svo ég skellti mér í röðina. Þegar ég var komin á staðinn - leitaði ég að Maniac- og half-fantics því ég ætlaði sko ekki að missa af hópmyndinni.
Maraþonið var ræst í hópum, sá fyrsti kl 7:00... það var strax farið að hitna. Ég sá á hitamæli snemma á leiðinni að það var 25°hiti og það hitnaði eftir því sem leið á morguninn. Leiðin var ekkert nema brekkur... hver skipuleggur þetta bull ;)...
Ég fékk -farðu-nú-að-hætta-þessu-verki- á þrem stöðum, fyrst í hægra hné... aldrei fundið fyrir hnjánum áður, síðan í hælnum og svo í mjöðminni... en svo hurfu þeir.
Hitinn hækkaði, sólin skein og á 17 mílu voru allir hættir að hlaupa og farið var að útdeila klaka á drykkjarstöðvum... Fólk sýndi merki ofreynslu... Ég fékk mér kaldan bjór á 23 mílu...
Ég hef ekki hugmynd hvað maraþonið mældist því garmurinn dó á leiðinni :/ en maraþonið er nr 143 og var hlaupið til heiðurs Gunnlaugi A Jónsyni Gt-kennara sem er 60 ára í dag.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 29.4.2012 | 03:18 (breytt kl. 03:21) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tími minn 6:12:41 og ég verð bara að trúa því... enda gekk ég að mestu síðustu 9 mílurnar.
Marathon
4/28/12 Svavarsdottir, Bryndis (F) 6:12:41 3641 1629 Hafnarfirdi, Iceland
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.5.2012 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.