Loksins...

Það var skyldumæting á doktorsvörn í HÍ á mánudag, þannig að ég varð að afboða mig til Völu. Í gær hjólaði ég til tannsa og af því að ég hljóp ekki þá lengdi ég hjólatúrinn í 20 km... óboy, það hvessti og snjóaði og ég var hundblaut og helköld þegar ég kom loksins heim. 

En það gekk ekki að vera heima í dag... þó það væri vindur, snjókoma og skítakuldi úti. Ég vonaðist til að geta hlaupið í snjólitlu og hálkulausu færi ef ég færi upp Krísuvíkurveginn... Það var bara fyrsta hálftímann, en ég slapp við vind í fangið, hann var á hlið báðar leiðir.

12 km í dag, í kulda og tekki :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband