Rock´N´Roll Phoenix Arizona 15.jan. 2012

Rock´N´Roll Arizona 2012 - Maniacs group picP.F. Chang's Rock 'n' Roll Arizona Marathon & Half Marathon, Phoenix, Scottsdale & Tempe, AZ USA, 15.jan 2012
http://arizona.competitor.com/

Klukkan vakti okkur kl 4:30 (bara lúxus)... ég svaf bara vel þessa nótt. Morgunmatur í rúminu og fastir liðir eins og venjulega við undirbúninginn fyrir hlaupið. Í fyrramorgun var frekar kalt áður en sólin kom upp svo ég tók með mér hlýrra utan yfir mig þegar við lögðum af stað rétt fyrir kl 6.

Rock´N´Roll Arizona 2012 - startiðVið gerðum ráð fyrir að fá ekki bílastæði nálægt og Lúlli þyrfti bara að sleppa mér út... en við vorum heppin - komum snemma og fengum stæði við götumæli rétt við startið.

Við gegnum á startið og fundum Maniac... og þegar við gengum á hitti-staðinn fyrir myndatökuna 6:45 - bættust stöðugt fleiri í hópinn. Ég kynntist nýjum og sá sem skráði mig í 50 States Club kom en hann er Maniac nr 141

Rock´N´Roll Arizona 2012 - markiðMaraþonið var ræst 30 mín of seint... engin skýring gefin. Brautin var tiltölulega slétt, lá frá Phoenix gegnum Scottsdale og markið í Tempe. Veðrið var mátulega hlýtt eftir að lagt var af stað og skýjað allan tímann. Þegar nokkur skref voru í mark komu nokkrir dropar. Allt var sem sagt í besta lagi, ég vel sofin og en algerlega æfingalaus og það dró mig niður. Þrátt fyrir æfingaleysið fékk ég ekki krampa og tók ekki Ibufen.

Þetta maraþon er nr 141,
Garmurinn mældi leiðina 42,4 km og tímann 5:55:48


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband