Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Goofy Challenge, Orlando, FL USA
http://www.DisneyWorldMarathon.com
Við létum klukkuna vekja okkur kl 2:30
Ég hafði sofið ágætlega en Lúlla leið eitthvað illa svo hann ákvað að verða eftir og koma seinna í markið með Eddu, Emil og Ingu Bjarteyju.
Þá voru það fastir liðir eins og venjulega, teypa tærnar, borða og raka saman dótinu, því ég hafði svo langan tíma á staðnum þar til startið yrði.
Ég var lögð af stað kl 3:10 og mátti ekki vera seinni. Traffíkin var rosaleg enda 20 þús manns í maraþoninu. Mér var beint á ágætis bílastæði, nokkuð nálægt tjöldunum. Þá var að bera á sig sólarvörn, vaselín og klára að borða. Ég rölti inn á svæðið, það stóð á Facebook að Maniacs ætluðu að hittast fyrir hópmynd 4:15
ég missti af henni í gær, af því að ég sá þá enga Maniaca kl 4:15... En nú var einhver hópur mættur og myndinni reddað.
Fyrirkomulagið var eins í dag og í hálfa í gær, uþb 20 mín ganga á startið. Eftir ræsingu kl 5:40 liðu 30 mín þar til ég fór að hreyfast
Ég lenti í ,,bás með 5:30 hlaupurum og hljóp með þeim þar til á 14. mílu, þá varð ég að fara á klósettið og missti af þeim. Ég sá þau síðan mílu á undan mér þegar leiðin var fram og til baka á 21.mílu.
Íslenska móttökunefndin sá mig síðan óvænt stuttu seinna og ég gat losað mig við dót. Þá var farið að hitna. Eftir það gekk ég heilmikið, æfingaleysið var farið að segja til sín. Ólíkt undanförnum æfingaleysis-maraþonum þá fann ég aldrei fyrir krampa í fótum og tók ekki Ibufen. Þetta þakka ég Magnesíum sprautunum sem ég fékk hjá Hallgrími á Selfossi.
Íslenska móttökunefndin, Lúlli, Edda, Emil og Inga Bjartey, beið við markið og upplifði alvöru maraþon stemningu. Ég var að hlaupa Disney í þriðja sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp Goofy (hálft og heilt og þriðja verðlaunapeninginn sem er sjálfur Guffi)... síðast þegar ég hljóp hérna (2009) var það hundraðasta maraþonið mitt þetta er nr 140
Þetta maraþon er tileinkað fyrsta lang-ömmu-barninu mínu sem fæddist 1. jan sl. Ótrúleg krúsidúlla J
Maraþon nr 140, Garmurinn mældi tímann 5:53:27 og vegalengdina 42,72 km.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON | 9.1.2012 | 01:09 (breytt 11.1.2012 kl. 15:38) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn:
1/8/12
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 12.1.2012 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.