7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45
vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.
Í dag var hálfa maraþonið hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.
21,5 km - 2:40:53 og bara sátt með það.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON | 9.1.2012 | 01:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.