Aumingjaskapur hvað !

Ég var ekki búin að sitja lengi við ritgerðina þegar veðrið hreinlega ullaði á mig inn um gluggann... það leit bara mjög vel út... og hrópaði aumingjaskapinn til mín. Það var því ekkert annað að gera en láta sig hafa það. 

Ég dreif því út að verða hálf fjögur, það var kalt, ekki eins mikið fjúk eins og fyrir hádegið en hvassara. það hafði hlýnað og slabbið var mikið og fljúgandi hálka. Hefði ekki komist hálfa leið án broddanna.  Á leiðinni til baka var farið að dimma, vindurinn í fangið og æ oftar sá ég ekki pollana. Ég var því orðin hundblaut og hrakin en ógisslega ;) ánægð með að hafa druslast hringinn.

Hrafnistan 12,5 km.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband