Ein í ágætis stuði

Við Vala ætluðum að hlaupa í gær því við gátum ekki hlaupið saman á mánudaginn... en Vala afboðaði í gær svo ég ákvað að hlaupa fyrir hádegi í dag í staðinn. Ég hef því enn tækifæri til að ná 3ja skiptinu í vikunni ef ég hleyp á morgun.

Færðin var sæmileg á köflum, sum staðar erfið en annars staðar þolanleg vegna þess að þar var snjórinn þjappaður í gler... þar virkuðu broddarnir vel. Á Álftanesveginum tók ég broddana undan og hljóp á auðum veginum á móti umferð í stað þess að berjast á göngustígnum - bara snild Wink

Hrafnistan var því barin augum eins og fyrri daginn í vægu frosti og smá vindkælingu... 12,5 km í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband