Malibu International Marathon & Half Marathon
Malibu, CA USA, 13.nóv 2011
http://www.malibuintmarathon.com
Klukkan var stillt á 4 aðra nóttina í röð... Við græjuðum okkur og læddumst út um kl 5... Það var um klst keyrsla til Camarillo þar sem maraþonið byrjar.
Auðvitað voru nokkrir Maniac-ar þarna og teknar hópmyndir.
Hlaupið átti að ræsa kl 7 en startið dróst um 20 mín, vegna þess að ein rútan frá Malibú fór útaf. Heyrði ekki að neinn hefði slasast.
Vöðvarnir voru aumir eftir gærdaginn en ég var ákveðin í klára þetta. Fyrstu mílurnar voru í kringum akrana við flugvöllinn - lítið spennandi svæði... en síðan var hlaupið eftir strandveginum NR 1...
Þar voru snarbrattar hlíðar og klettótt ströndin á hvora hlið... Fljótlega teygðist úr hrúgunni en hlaupið hafði eina akrein og deildi henni með hjólreiðamönnum... það var svolítið slæmt því maður heyrði ekki í þeim og þeir voru yfirleitt í hópum.
Það munaði um þessar 20 mínútur sem seinkunir var... sólin steikti mig en allra verst var að það voru 3 mílur á milli drykkjarstöðva. Ég væri múmía í vegkantinum núna ef Lúlli hefði ekki bjargað mér með ískaldri kókflösku og þegar hún var búin færði Fellow Marathon Maniac mér flösku af G2.
Þjónustuliðið á hverri drykkjarstöð var frábært, og haugar af geli á hverri stöð... en drykkirnir voru vondir, klórbragð af vatninu og hræðilegur orkudrykkur með próteini. Fleiri en ég freistuðust til að drekka of lítið á hverri stöð og svo var langt á milli þeirra... ég hef ekki séð hópana af fólki fara að ganga svona snemma í maraþoni.
Þreytan sat í mér, brekkurnar og hvalfirðirnir settu í mig leiða og að lokum var mér nákvæmlega sama hvenær ég kláraði - bara að ég kláraði. Markið var í hyllingum.
Þetta maraþon var nr 139, garmurinn mældi það 42,59 km og tímann 6:33:34
LEYNIUPPTAKA BÍÐARA NR.1 Ískalt Coca Cola í Malibu Marathoni 13.nov 2011.avi www.youtube.com
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, MARAÞON, Vinir og fjölskylda | 14.11.2011 | 05:19 (breytt 20.11.2011 kl. 22:39) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.