Parkway Motorcars Santa Clarita Marathon & Half-Marathon, 5K, Kid K, Santa Clarita, CA USA, 6.nóv 2011
http://www.scmarathon.org/
Klukkan vakti okkur kl 3... og hinn hefðbundni undirbúningur hófst. Ég gerði einn feil, ég athugaði ekki veðurspána. Það komu nokkrir dropar þegar við komum út en ekkert sem við höfðum áhyggjur af... en á leiðinni á startið byrjaði að hellirigna... og ég var bara í hnébuxum og stuttermabol og aukafötin á hótelinu því Lúlli ætlaði að fara til baka og tékka okkur út
Þegar við komum á staðinn beið fólk þar sem var skjól... Það voru 21 Maniac skráður í maraþonið en ég fann bara 2 til að taka hópmynd, hinir voru í ruslapokum eða einhverju yfir Maniac-bolunum.
Fólk dreif ekki að fyrr en það stytti augnablik upp. Hlaupið var kl 7:00 í hellidembu og ég hélt ég yrði úti á fyrstu mílunum. Þá fann ég plast regnkápu sem einhver hafði hent og hún bjargaði mér... ég var orðin heit eftir 3-4 mílur og henti henni á mílu 9.
Það má segja að veðrið hafi verið fullkomið fyrir þá sem voru rétt klæddir. Fyrst var mér kalt, en síðan þegar stytti upp og sólin var búin að þurrka gallann, þá var mér heitt. Leiðin var ekki hæðótt, engar slæmar brekkur en við fórum nokkuð oft fram og tilbaka sömu götuna/stíginn.
Þjónustan var frábær, drykkjarstöð á meira en mílu fresti. Á einni stöðinni spurði hvort það væri eitthvað að borða og það beið eftir mér þegar ég kom til baka sama stíginn.
Þetta maraþon er nr 137 hjá mér
Garmurinn mældi þetta maraþon 42,62 km og tímann 5:21:19
Á leiðinni til baka að bílnum fann Bíðari nr 1 þjáningarbróður... þeir taka sig vel úr saman
PS... held hann sé búinn að bíða nokkuð lengi
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 7.11.2011 | 07:11 (breytt kl. 07:15) | Facebook
Athugasemdir
Úrslitin komin á heimasíðuna... flögutími 5:21:17
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 7.11.2011 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.