Gögnin fyrir Santa Clarita Marathon 6.nóv. 2011

Ég hljóp þetta maraþon fyrir einhverjum árum. Við keyrðum niður frá Santa Barbara í dag og byrjuðum á að sækja gögnin... lítið expo en ágætt. Ég er nr 54... passar vel að vera 54 ára.

Santa Clarita marathon 6.nóv 2011 054Við keyptum morgunmat og eitthvað fleira áður en við tékkuðum okkur inn á áttuna okkar, ég ætla ekki aftur út í dag.
Sem betur fer var Jonna búin að segja okkur að klukkan breytist í nótt, færist aftur um klst. Það hefur tvisvar gerst áður þegar ég mætti í hlaup að ég mætti klst of snemma af því að við vissum ekkert um þetta.

Ég tók til dótið og fer nú að borða og slappa af. Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband