Haustmaraþon FM 22.10.2011

Skráning í hlaupið var á netinu, greiðsla á reikning félagsins. Þetta er svo heimilislegt hjá FM að ég fæ alltaf að byrja fyrr og mér er treyst til að fara rétta leið, mæla vegalengdina með garminum og taka tímann.

Haustmaraþon FM, 22.okt 2011

Í þessu frjálsræði verð ég síðan alltaf grófari og grófari. Í morgun/nótt var klukkan stillt á 3:20... MANIAC... því ég var ákveðin í að hlaupa ekki seinna af stað en 5:30. Þá væri ég að byrja seinni hringinn með hinum sem byrja kl 8.

Það tókst hjá mér, ég hljóp af stað rétt fyrir 5:30... ég var með mitt vatn, 3 litla brúsa, lenti strax í vandræðum með þá en gat leyst það. Veðrið var frábært, rigndi aðeins tvisvar á mig, ég hleyp mjög afslappað þegar ég byrja fyrr. Keilurnar og örvar vísuðu veginn og allt gekk vel þó ljósleysið sé erfitt út að Nesi. 

Haustmaraþon FM, 22.okt 2011

Þegar ég kom í mark eftir fyrri hring voru nokkrar mínútur í ræsingu og liðið var síðan fyrstu 4 km að fara fram úr mér. Seinni hlutinn var erfiðari... hvernig á annað að vera þegar ég æfi lítið sem ekkert. Ég gerði tilraun í þessi hlaupi, ég notaði 7 tíma orkuna mína og á drykkjarstöðvum snerti ekki orkudrykkina, var bara í vatninu og fékk engan bjúg á hendur og fætur :)
Myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr 1 Wink

Þetta maraþon er nr 135 hjá mér.
Garmurinn mældi það 42, 75 km og tímann 5:06:01 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband