Mother Route 66.wmv Videó
Mother Road Marathon & Half-Marathon, 5K, 1 Mile Fun Run, Joplin, MO.9.okt. 2011.
http://www.runmrm.com
Annað sinn sem þeir halda þetta marathon og ég heyrði að þeir hefðu orðið fyrir svolitlum vonbrigðum hve fækkaði frá því í fyrra.
Klukkan var stillt á 4:00 en ég var vöknuð amk klst fyrr. Lúlli keyrði mig á markið um kl 6 til að taka síðasta skólabílinn á startið. Það voru ekki margir í henni.
Hlaupið var ræst kl 8 en allir voru sammála umn að það hefði mátt ræsa hálftíma fyrr, enda átti að hitna verulega þegar liði á hlaupið. Ég var auðvitað með á grúppumynd með öðrum Marathon Maniacs - hvað annað
Hlaupið var frá Commerce í Oklahoma, (og allt um hótel-ruglinginn á hinu blogginu) gegnum Kansas og til Joplin í Missouri. Hinn sögufrægi þjóðvegur 66 liggur gegnum 8 fylki og 3 tímabelti.
Þessi gamli vegur var slitinn á köflum, mjög kúptur og sumsstaðar malarvegur og á honum voru nokkrar langar og góðar brekkur
Mér gekk ágætlega fyrri helminginn eins og í síðasta maraþoni en átti í erfiðleikum seinni helminginn. Þá var ég orðin þreytt á að renna út í hliðina á skónum í hallanum (er enn aum) og hitinn lamaði mig en hann var um 35°c síðustu tímana.
Alltaf nær kella samt í markið - þó það sé seint og síðar meir
Hlaupandi blaðamaður frá KBIA tók viðtöl á leiðinni...
http://kbia.org/post/reporters-notebook-running-joplin
Þetta maraþon er nr 134,
Garmurinn mældi það 42,42 km og tímann 5:44:52
Það kom mér virkilega á óvart að vera fyrst í mínum aldursflokki
Vidéó um hlaupin mín á Þjóðvegi 66 Mother Route 66.wmv
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 11.10.2011 | 02:28 (breytt 8.11.2011 kl. 07:44) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tími minn 4:44:53
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 13.10.2011 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.