Framhald af Route 66

Joplin Missouri 8.10.2011 Mother Road Marathon Joplin Missouri

Ég sótti númerið mitt í Expo-ið í dag... þetta var aðeins stærra en síðasta expo... 5 eða 6 borð. Það var ekki boðið upp á neitt enda er bærinn í sárum eftir fellibylinn í maí sl.

Við renndum síðan þangað sem markið er, því þaðan fara rúturnar á startið í fyrramálið. Síðan lentum við óvart á Country-hátíð hjá Auto-Part... en allt í kringum Route 66 varðar bíla og teiknimyndirnar Cars eiga upphaf sitt til eins af bæjunum sem ég hleyp í gegnum á morgun.

Það næsta var bara þetta venjulega, kaupa morgunmat fyrir mig, borða og sóla sig... þ.e. taka það rólega :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband