Route 66 Marathon - Þjóðvegur 66

Kickin' Route 66 Mother Road Run Marathon
& Half Marathon, 50K, 50 Mile, 50K Relay Springfield, MO USA 2.okt. 2011
http://s122036257.onlinehome.us/images/race_apps/route66/route66flyer2011.pdf

Route 66 Marathon 2.10.2011 655Klukkan var stillt á 4:10 en við vorum vöknuð áður, enda fór ég extra snemma að sofa í gær, var þreytt eftir keyrsluna. Hótelið er 5 mín frá markinu. Við vorum mætt þangað, áður en rútan fór á startið kl 6:30

Það var kalt úti, köld þoka lá í lægðum. Mér var kalt fyrstu mílurnar en það hitnaði verulega eftir að sólin kom upp. Ég var með inntöku-prógramm, verkjatöflur fyrir takið í lærinu og 7hour energy.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Fyrri hlutinn var erfiðari, tómar brekkur en vegna temmilegs hita klifraði ég upp þær á ágætis hraða og það leit út fyrir ágætis tíma... en maraþon er ekki búið fyrr en í markinu. 

Vegna Ultra-vegalengdanna voru mílurnar taldar niður, það var ágætt og ég hitti Bíðara nr 1 þegar 6 mílur voru eftir, þá var ég búin að ganga meira eða minna 3 mílur því ég var með æluna í hálsinum (ofreynsla, vökvaskortur eða pest).

Route 66 Marathon 2.10.2011 666Ég var svo blessuð að finna ekki fyrir takinu í lærinu allt hlaupið en hitinn tók sinn toll af mér í seinni hlutanum og svo var of langt á milli drykkjarstöðva... 3-3,7 mílur.

Þetta hlaup var 1.hlaupið og því hálfgerð prufa... Mér finnst þeir hafa staðið sig ágætlega, héldu vel utanum fólkið, allt var gert með gleði og vilja til að þjóna, bolurinn flottur, peningurinn ÆÐISLEGUR og flokkaverðlaunin sérstök, það eina sem má bæta er - fleiri drykkjarstöðvar.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Þetta maraþon er nr. 133
Garmin mældi það 42,11 km og tíminn 5:33:05
Ég var önnur í mínum aldursflokki Smile
-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt síðu hlaupsins var opinberi tíminn 5:34:04. Tíminn var fenginn með samstilltum úrum - engin flaga var notuð.

Bryndis SVAVARSDOTTIR (F54)5:34:04158Hafnarfirdi, IS

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 7.10.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband