Frábært hlaup

Ég hitti Völu við vinnuna. Við hlupum Hrafnistuhringinn saman. Við höfum átt mjög fáa hlaupadaga saman í sumar og í haust ætla utanlandsferðirnar mínar líka að þvælast fyrir okkur. Síðasta maraþon var fyrir 10 dögum... Tvær vikur, er eiginlega versta bil á milli hlaupa hjá mér... því ég hvíli viku eftir maraþon og hleyp lítið vikuna fyrir maraþon. Ég fer út næsta föstudag og hleyp maraþon eftir "þjóðvegi 66" næstu tvo sunnudaga. En í dag nutum við Vala þess að hlaupa saman, kjöftuðum svo mikið að við tókum varla eftir leiðinni - æðislegt.

Hrafnistan 12,5 "as usual" og við í þrusu gír Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband