Community First Fox Cities Marathon Appleton, WI USA
18.sept 2011
http://www.foxcitiesmarathon.org
Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð á undan. Við erum ágætlega staðsett, tæpar 2 mílur í strætó sem fer á startið (sami staður og gögnin voru í gær). Ég var mætt í strætó fyrir kl 7.
Það var frekar kalt og vindur svo ég var að hugsa um að hlaupa í jakkanum en hætti sem betur fer við það á síðustu stundu. Hlaupið var ræst kl 8
Það voru ekki margar brekkur, leiðin bein og göturnar frekar langar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af starfsfólki og allir svo vingjarnlegir. Veðrið hélst milt, ekki of heitt því það var skýjað og vindurinn kældi, síðustu mílurnar komu nokkrir dropar en við sluppum við rigningu.
Ég var orðin mjög þreytt framan á lærunum þegar ég kom í mark, en það gleymdist allt þegar ég fékk verðlaunapeningana.
Einn fyrir maraþonið og annan fyrir að mæta sem félagsmaður og hlaupa Maniacs Reunion Marathon. Þessi peningur er safngripur
Maraþonið mældist 26,32 mílur og minn tími var 5:05:44
Þetta maraþon var nr 132
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 18.9.2011 | 20:18 (breytt 19.9.2011 kl. 00:24) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tími minn 5:05:42
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.9.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.