Ég fékk tak í bakið á sunnudag fyrir viku og lét vera að hlaupa... ekki vil ég missa af GEÐVEIKIS-reunion-inu í Appleton um næstu helgi. Ég hljóp sem sagt ekki í viku en hjólaði eitthvað... settist niður og byrjaði á blessaðri lokaritgerðinni minni... svo það kom eitthvað hagkvæmt og gott út úr þessu taki. Kannski þurfti ég bara að taka mér tak til að byrja á þessari ritgerð... haha - þetta er ekki fyndið. En í dag hitti ég Völu og við kjöftuðum okkur gegnum Hrafnistuhringinn í þessu fína veðri :)
Hrafnistan á ágætis tíma með frábærri vinkonu - hvað er hægt að biðja um meira.
Næsta maraþon verður á sunnudaginn í Appleton WI ( Fox Cities Marathon) heimabæ töframannsins Houdini. Á laugardag, á sama tíma og Expo-ið er verður REUNION hjá Marathon Maniacs og ÉG MÆTI
Flokkur: Íþróttir | 12.9.2011 | 20:18 (breytt kl. 23:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.