Farin að hlaupa aftur

Undanfarin ár hef ég hvílt í viku eftir maraþon... síðasta laugadag var komin vika... en þá hélt ég partý. Ekki voru afleiðingar partýsins að þvælast fyrir mér heldur vaknaði ég sár í hálsi og stífluð af kvefi. Ég lét því vera að hlaupa en hjólaði samt sem áður.

Í dag ákvað ég að hlaupa og viti menn - fyrsta slagveðrið mætti líka. Hrafnistuhringurinn var farinn, ég hef sagt það áður að þetta er veðrið mitt... allir mínir bestu tímar eru í brjáluðu veðri. Núna leit ég ekki á klukkuna allan hringinn ákveðin í að fara hringinn eftir heilsu og vellíðan :) Þess vegna var ég mjög hissa... það eru mörg ár síðan ég hef verið á svona góðum tíma W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband