Enn rok og rigning

Verslunarmannahelgarveðrið hefur verið með stífar æfingar síðustu daga... rok og rigning í fullu fjöri. Það var ekkert annað í boði en að drífa sig út í veðrið í morgun... eftir 3 km fékk ég rosalegan sinadrátt aftan í vinstra læri og niður kálfann. kannski er það ekkert skrítið, ég hef verið mjög léleg að teyja undanfarinn áratug og undanfarið hef ég hjólað þónokkuð. Ég reyndi að nudda og jafna mig aðeins í lærinu og hélt svo áfram á hægu lulli... en jók hraðann jafnt og þétt og kláraði hringinn.

Hrafnistuhringur 12,5 km 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband