Ég er í tveim klúbbum í Usa en hef í nokkurn tíma vitað af þriðja klúbbnum og í einhverju bríaríi í gærkvöldi skoðaði ég vefsíðuna þeirra, sá einhver inngönguskilyrði... og sendi ég þeim póst og skrá yfir hlaupin árið 2009 en þá hljóp ég mest. Svarið er komið:
You definitely qualify for the Maniacs at the Ruthenium (5 star) Level with your 20 races in 15 states/countries in 365 days.
And I'm pretty sure you would be our first member from Iceland.
Once we receive your payment we will start the process of committing you to the InSane AsyLum. You can then have the InSane AsyLum track your progress by either automatically updating your stats whenever you enter a race in your list or you can manually update them.
Stigin er 10 svo geðveikin hjá mér er í MEÐALLAGI hjá Marathon Maniacs. Er það nokkuð spurning - á maður ekki að ganga í klúbbinn ;)
þegar ég fór svo að athuga betur hvaða kröfur eru gerðar, áttaði ég mig á að það þarf ekki að vera dagatals-ár... þ.e.a.s. frá 1-1.jan heldur 365 daga tímabil. Það varð til að ég hækkaði um tvo flokka... er núna 7 stjörnu-vitlaus (Maniac). 7 stjörnur fást fyrir 20 maraþon í 20 mismunandi fylkjum/löndum á 365 daga tímabili... og ég næ þeirri geðveiki auðveldlega.
Flokkur: Íþróttir | 25.5.2011 | 22:09 (breytt 19.9.2017 kl. 19:41) | Facebook
Athugasemdir
Ég sá það fljótlega að það var ekki krafa um að meta geðveikina út frá dagatalsári. Með því að reikna 365 dagana frá 25 maí 2008 - 3.maí 2009... þá komst ég upp á 7. stig...
....20 maraþon í 20 mismunandi fylkjum/löndum á 365 dögum ;)
Þetta er auðvitað bilun ;)
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.5.2011 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.