Delaware Marathon 15. maí 2011 - síðasta fylki USA fallið :)

Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org

Delaware 15.maí 2011ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Delaware 15.maí 2011
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.

Delaware 15.maí 2011Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.

Delaware 15.maí 2011Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark. 

DelawareÞetta var 50. fylkið og ekkert eftir...
Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53


             50 State Marathon Club


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís,

Innilega til hamingju með þetta hlaup og líka fyrir að klára fylkin. Eigðu góða daga í USA.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 23:07

2 identicon

Til hamingju með áfangann Bryndís

gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 10:56

3 identicon

Innilega til hamingju Bryndís,þú ert hetja.

kveðja

Guðrún

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:28

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn minn 5:51:54

Bryndis Svavarsdottir (F54)5:52:02510172 / 16F50-545:51:54
 

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.5.2011 kl. 01:33

5 Smámynd: Njörður Helgason

Þú ert öflug Bryndís. Til hamingju með árangurinn. Gaman að fá að fylgjast með þér seiga frú!

Njörður Helgason, 18.5.2011 kl. 18:05

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Takk fyrir hamingjuóskirnar. Það er ótrúlegt að vera búin með öll fylkin, öll ferðalögin og öll skipulagningin á bakvið ferðirnar hefur verið skemmtileg reynsla :) Næsta verkefni er að halda upp á áfangann :)

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.5.2011 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband