Annar í ,,bilun"

Ég stóð í þeirri trú að það ætti að hlýna fram að helgi... góða veðrinu hefur greinilega seinkað eitthvað, þetta varð að svipaðri bilun og á þriðjudaginn... Það var hálka, rok, hagl og slydda. 

Ég hringdi í Völu, hún ætlaði að hlaupa afmælishlaup með FH-hópnum. Ég hljóp til hennar og með henni upp í Kaplakrika, þar tókum við 2 hringi á brautinni áður en hópurinn lagði af stað - þau ætluðu öll að fara stutt út af handboltaleiknum. Ég var þeim samferða að Fjarðarkaup en fór þaðan niður í Engidal og inn í Hrafnistuhringinn minn. Þannig sleikti ég 14 km. skrítið að fara lengra þegar veðrið er brjálað - það er náttlega ,,bilun"

Bilunar-hringur 14 km Woundering 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband