Hrikalega var veðrið ógeðslegt... Hitti Völu í vinnunni og lagði til að Hjöddi keyrði okkur heim, en nei, við fórum af stað, börðumst áfram, með rokið, haglið og slydduna annaðhvort í fangið eða bakið.
Við erum ekki í lagi - er það ?
Við ætluðum að stytta hringinn, fara strætóhringinn í Setberginu af því að við héldum að það væri meira skjól þar... en NEI, aldeilis ekki... Eftir Setbergshringinn fórum við göngustíginn meðfram Álfaskeiðinu að Flatahrauni og ,,gegnum" Víðistaðaskóla, niður að sjó og sjávarleiðina heim.
Styttingin varð sem sagt lenging
Ég var orðin að drepast úr kulda á hausnum, enda húfulaus, en með der og svo gegnblaut og hrakin... spurning hvort þetta sé HEILSUBÓT
12,7 km í brjáluðu veðri í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.