Indianapolis Marathon IN, 16.okt 2010

Community Health Network Indianapolis Marathon & Half Marathon, 5K, Marathon Relay, Kids Marathon Indianapolis/Lawrence, Indiana USA  16.okt 2010 kl 8:30
http://www.IndianapolisMarathon.com/ 

startið í IndianapolisÉg fór snemma að sofa, ekki veitti af og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð áður. Við þurftum að mæta snemma til að fá bílastæði nálægt. Startið og markið er innan ramma gatna sem eru hlaupnar og þeim lokað kl 7:30... klst fyrir ræsingu.

Við létum okkur ekki vanta, Lúlli varð að hanga á staðnum eftir mér því við tékkuðum okkur út af hótelinu þegar við fórum þaðan.

komin í mark í Indianapolis 16.okt.2010Aldrei þessu vant var ég léttklædd, hnébuxur og stuttermabolur... og það var næturfrost Pinch ég var frosin fyrstu mílurnar en síðan hitnaði vel. Hlaupið liðaðist eins og slanga umeinhvern garð og ég vissi sjaldan hvort fólkið sem ég sá var á undan mér eða eftir... þangað til það skildi á milli hálfa og heila maraþonsins. Sá hluti var fram og til baka skemmtilegheit FootinMouth
Mér gekk bara ágætlega, ég reyndi að hlaupa ekki í halla - það fer illa með mig.

Garmurinn mældi vegalengdina 26,4 mílur og tímann 5:06:39

Þetta maraþon er nr 124 hjá mér
Indiana er 48. fylkið mitt... 2 eftir.............. újé...... W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn minn 5:06:32

Indianapolis Marathon
10/16/10
Svavarsdottir, Bryndis (F53)5:06:32731249 / 12F50-54

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.10.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband