Með Tinnu hjólandi

Það var grenjandi rigning þegar ég fór út um kl 10 í morgun. Ég hljóp upp í Áslandið til Tinnu, hún ætlaði að hjóla með mér. Við tókum hring um Áslandið, fórum niður Kinnarnar, hring um Setbergið, eftir Álfaskeiðinu, fórum hring um Norðurbæinn, framhjá Hrafnistu og meðfram sjónum á leiðinni heim.

Þetta varð að meiriháttar menningarferð um leið, þar sem ég þurfti að svar HEILMÖRGUM spurningum á leiðinni. Við skoðuðum gömlu myndirnar við göngustíginn meðfram sjónum og gullfiskana, ísl hænurnar og kanínurnar hjá Fjörukránni... Þegar um km var eftir heim snarstoppaði Tinna til að leita að 4 laufa smára... hún fann TVO á svipstundu og EINN 5 laufa... Ég átti ekki til eitt aukatekið Woundering

Ég hefði viljað fara 20 km en hringurinn varð bara 15,5 km 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Ein spurningin var: Amma, eru endurnar með hringtorg?

Maður fékk nýja sýn með börnunum sínum, sem framlengist í barnabörnunum :0)

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.9.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband