Með Tinnu

Það var sannkallaður brekkudagur í dag... Tinna (9 ára) hringdi og spurði: amma getum við gert eitthvað saman... Ég spurði hvort hún vildi hjóla með mér - ég var að fara út að hlaupa. Já, hún vildi það... ég byrjaði því á brekkunum upp í Ásland heim til hennar, þaðan fórum við í kirkjugarðinn og ,,heimsóttum" bróður minn, hring í Setberginu þar sem við hlupum hjá læknum og gegnum öll undirgöng sem við sáum, hring um bæinn og upp í Áslandið aftur í gegnum Hvammana... frábært og ég alltaf á eftir henni hjólandi. Við fengum rigningu, rok og sæmilegt inn á milli Joyful... ég fór síðan í kringum Ástjörnina á leiðinni heim.

Hringurinn varð 14,6 km 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband