Reykjavíkurmaraþon 21.ág.2010

Náð í gögnin, 20.8.2010

Við sóttum gögnin um 4 leytið í gær, skoðuðum íþróttatilboðin og fylltum vömbina af pasta. Maður hittir alltaf fullt af fólki og fær fréttir hvað hver er að gera Smile

Við náðum í gögnin fyrir soninn líka því hann ætlar að fara 10 km. Glæsilegt hjá honum Joyful 

Ég reyndi að fara snemma að sofa en það tókst ekki... var að glápa fram eftir öllu á sjónvarpið.

Nýlögð af stað 21.8.2010

Ég lét síðan klukkuna vekja mig kl 6... vá, hvað ég er orðin kærulaus... þá fyrst las ég að maraþonið ætti að vera ræst kl 8:40... í stað kl. 9... Hvar endar þetta hjá mér??? Kanski eins og martraðirnar sem ég fékk fyrir fyrstu maraþonin úti... en þær voru þannig að ég var að verða of sein á startið og þegar ég kom þangað og horfði niður á fæturna - þá var ég í inniskónum Pinch 

Rok á Nesinu. Um 5 km eftir í mark

EN... það tókst að mæta tímanlega... og fara TVISVAR í klósettröðina - partur af programmet -  

Veðrið lék við hlauparana, kannski aðeins of hvasst á Nesinu í lokin. Lúlli hitti mig rétt eftir 32 km keiluna og hjólaði með mér síðustu 10 km, þegar ég var í mesta rokinu á Nesinu.
Ég er ánægð með mig og minn tíma. 

Þetta maraþon var nr 122 hjá mér,
Garmurinn mældi vegalengdina 42,25 km og tímann 4:53:35 W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn minn 4:53:35

nr.477 í mark... af 565 keppendum 4:54:22(1:06:45/2:17:14/2:24:34/3:27:16/4:38:41/4:53:35)

Bryndís Svavarsdóttir 1956 50-59 ára IS220

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 21.8.2010 kl. 19:46

2 identicon

Hæ hæ Bryndís og takk fyrir kveðjuna. Til hamingju með þitt 122 Maraþon. Þú ert að standa þig mjög vel. Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband