Hyannis Marathon MA, 28.febr.2010

Hyannis Marathon & Half Marathon, 10Km & Marathon Team Relay Hyannis, MA USA, 28.febr. 2010 http://www.hyannismarathon.com

HyannisMarathon.MA, 28.feb 2010Klukkan var stillt á 6:30... ég svaf undarlega (öðru hvoru) við þurfum að kynda herbergið mikið, það er kalt úti og þá verður loftið óþægilega þurrt inni. Það er hrikalega þægilegt að vera svona nálægt startinu, 2,2 mílur og starta seint Wink

Við vorum mætt 45 mín fyrir start. Lúlli fann stæði nálægt. Hlaupið var ræst kl 10:10, þ.e.10 mín of seint.
Hyannis MA, 28.feb 2010Þá var ég orðin frosin á tánum. Síðan hlýnaði og kólnaði á víxl svo ég var að fara úr og í jakkann. Það var ekki liðið langt á hlaupið þegar ég uppgötvaði á mílumerkjunum að hlaupið var 2 hringir. SJOKK Frown

Hringurinn var nokkrar lykkjur um sumarleyfis-bústaði... algerlega líflausir staðir ekki einu sinni dýr að sjá en nóg af brekkum... hvað annað - ég virðist vera áskrifandi af brekkumaraþonum. GetLost
Hér er hæðakortið
http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1584100228

Fyrri hringurinn gekk ágætlega... vandræðin byrjuðu í seinni þegar hálfa maraþonið var síað frá... þá virðast starfsmennirnir líka hafa horfið... tvisvar vissi ég ekkert hvert ég átti að fara (þurfti að spyrja til vegar, stoppa bíla og spyrja hvort þeir hefðu séð hlaupara) og í annað skiptið tók ég beygju í ranga átt og mætti maraþoninu Shocking
Markið í Hyannis MA 28.feb 2010Ég gat reddað mér mílunum með því að hlaupa á móti og þá hljóp ég inn í rétta leið nokkru síðar... W00t 

Ég myndi ráðleggja hlaupurum að velja eitthvað annað maraþon en þetta sem er með leiðinlegustu sem ég hef hlaupið... og er ég alveg að fá nóg af því að þurfa að velja lítil og erfið sveitahlaup vegna þess að tíminn hentar mér.
Eftir að ég kom í mark, kólnaði verulega, kom rok og rigning.

Maraþonin mældist 42,1 km - tíminn 5:16:12 á mína
Þetta maraþon er nr. 119 hjá mér
Massachusetts er 45. fylkið mitt - bara 5 eftir Grin  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tIL hamingju Bryndís mín  , þetta hefur verið eins og að hlaupa á ÍSLANDI

      en þeim  fækkar  .  , góða ferð heim   og njótið ferðarinnar sem eftir er .

                                      bið að heilsa Lúlla .

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er minn tími: 5:16:13

Bryndis Svavarsdottir (F53)5:18:38354107 / 5F50-595:16:13Hafnarfirdi, Iceland

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.3.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband