Þóra Hrönn vildi fara fyrr af stað, svo ég var hjá henni fyrir 9 í morgun. Fór að stað í myrkri, roki og kulda en það rættist heldur betur úr veðrinu.
Ég vildi fara rólega... ég hef verið á pensilini í 10 dag og það hefur farið illa í mig bæði hausinn og magann... og svo fann ég þreytu í vinstri ökla í vikunni, veit ekki hvort það er af breyttu hlaupalagi, meiri spyrnu eða hvort eitthvað hafi gerst þegar ég datt síðast og það hafi ekki fengið frið til að jafna sig. Við hlupum á þægilegum hraða - hraða sem maður getur endalaust haldið.
Við fórum nákvæmlega sama hring og síðasta laugardag, hlupum Garðabæinn með lengingu út á Garðaholt, en það mældist samt 300 m lengra ??? varð 18,1 km hjá mér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.