Í því skyni að hafa í það minnsta möguleika á að vinna milljarð, þá tók ég á mig krók á leiðinni til Soffíu... og hljóp við í sjoppunni á Hringbraut... en Lottókassinn þar var bilaður. Það var önnur kona í sjoppunni í sömu erindagjörðum og hún bauð mér far upp á N1... ég þáði það... Hlaupakonan fékk far... hummm, hvar endar þetta?
Svo hljóp ég frá N1 til Soffíu og þurfti að taka auka hring því hún þurfti að bjarga barnabarninu sínu. Við hlupum síðan Norðurbæjarhringinn okkar. Það einkennilega er að í hvert skipti sem ég hleyp Hrafnistu þá hleyp ég öfugan hring við þennan og er alltaf í mótvindi á Álftanesveginum og við Hrafnistu... nú vorum við LÍKA í mótvindi... þetta er beinlínis svindl.
Ég endaði með 14 km í dag... bara ágætur spotti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.