Broddar eða skautar ?

Ég valdi brodda eftir að hafa snúið við... ég hélt það væri autt og götur bara rakar en þetta var blekking augans. Oft mátti ég þakka broddunum fyrir að fara ekki á hausinn. Þá heyrði ég varnaðarorð margra - passaðu þig, það er rosaleg hálka. Ég var ein á ferð og skellti mér Garðabæjarhringinn... veðrið var dásamlegt, margir á ferli - örfáir hlaupandi. 

Þar sem gangstéttir voru auðar reyndi ég að spara slitið á broddunum og hlaupa hindrunarhlaup yfir hundaskítinn í grasinu meðfram.
Ég ákvað að taka broddana ekki af mér á auðum köflum inn á milli þó þá sé leiðinlegt að vera með þá - hálkublettirnir voru stórhættulegir og broddar ódýrari en fyrsta koma á slysadeild...

Garðabæjarhringurinn með við snúningi mældist 16,4 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband