Áramóta annáll fyrir 2024

GLEÐILEGT ÁR 2025

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

Ég var í Texas um áramótin en nennti ekki að skrifa annálinn í símanum svo ég geymdi það þar til ég kom heim.

Eins og áður fór ég nokkrar ferðir erlendis til að hlaupa.. Ég var ákveðin að klára öll 50 fylkin í þriðja sinn 11 nóv 2023, en 50 ríkja klúbburinn samþykkti ekki hlaupið í Tennessee svo ég varð að fara út í mars til að klára það. Ég upplifði ekki sömu tilfinningar og í Richmond, þegar ég kláraði í Bristol. Það er ekki hægt að endurtaka svona sigur.

Ég réði mig í nokkra mánuði í Skagafjörðinn með aðsetur á Sauðárkróki frá 1.febr en dvölin var tvíframlengd og ég var til áramóta. Þar tognaði ég í hásin og átti í basli með það allt árið. Samt fór ég 4 ferðir til Ameríku og bætti 5 maraþonum í safnið.

Í fyrsta sinn hljóp ég ekki í Reykjavík, en ég náði að taka Ratleik Hafnarfjarðar öll 27 spjöldin í sumarfríinu, og synti með systrum ef ég var fyrir sunnan á föstudegi.

Vegna verunnar fyrir norðan gekk ég ekki á nein fjöll fyrir sunnan, ratleikurinn tók allan tímann sem ég hafði.

Maraþonin eru komin í 283 + 1 virtual fyrir San Francisco

Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin kláruð í 3ja hring 
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR

2025


Bloggfærslur 4. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband