Ég var á keyrslu allan daginn í gær, reyndi að sofna snemma en það tókst ekki. Hlaupið í dag var ræst klst seinna en síðasta hlaup eða 6:30.. svo ég vaknaði kl 4. Brautin var falleg, eftir skógarstígum, að mestu möl, og það sem var malbikað var með ,,toe catchers" þ.e. illa farið af rótum trjánna. Það rigndi mest allan tímann.
Í dag kláraði ég AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl.. en svo fékk ég póst frá The 50 State Marathon Club að ég yrði að hlaupa aftur í Tennessee. þetta var BÖMMER síðasta árs.
Rock and Roll hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.
Hin 49 fylkin höfðu verið samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest..
ÉG ER BÚIN MEÐ 3 HRINGI UM USA og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening.
#3 Tennessee
Strava mældi leiðina 44,85 km
ÉG ER BÚIN MEÐ 3 HRINGI UM USA og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening.
#3 Tennessee
Strava mældi leiðina 44,85 km
Íþróttir | 27.3.2024 | 00:22 (breytt kl. 00:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)