Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Mér finnst ,,Sigurvegari" maraþonsins í kvennaflokki ekki alveg sangjarn í umsögn sinni. Við sem hlaupum ráðum hraða okkar í hlaupinu.
Ég hef tekið þátt í mörgum maraþonum erlendis og þar hafa menn örmagnast umvörpum, fólk hefur verið borið burt á börum, rúllað í hjólastólum eða stutt burt með poka í æð... og þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu rétt fyrir innan marklínuna.
Fyrst og fremst verður fólk að hlusta á eigin líkama - það getur enginn annar gert fyrir mann.
Í hita eins og var á Akureyri er mesti vandinn að drekka rétt... erlendis er yfirleitt 1 míla á milli drykkjarstöðva og er þá auðveldara að drekka mátulega mikið, oft... en þegar langt er á milli stöðva er erfiðara að drekka nóg því það er vont að drekka mikið í einu.
![]() |
Ósátt við skipulag hlaupsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 13.7.2009 | 12:28 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)