Færsluflokkur: Íþróttir
Veðrið var frábært, sól, aðeins gola... Það var frábært að hafa hlaupafélaga.
Íþróttir | 25.7.2009 | 12:28 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er maður orðinn svolítið frekur á veðrið... það blés köldu á móti í Hrafnistuhringnum... svo ég var í síðum og síðerma eins og um hávetur... en það hlýnaði og við gömlu sundlaugina varð maður að fækka fötum - þó ekki svo mikið að ég þyrfti að veita vegfarendum áfallahjálp ;)
ég kom aðeins við í apótekinu - pantaði tásuplástur svo Hrafnistan lengdist um 300 metra, varð 12,8 km
Íþróttir | 24.7.2009 | 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hljóp út um 11 leytið... það var glampandi sól og hiti... en gola á köflum. Ég hitti og hljóp aðeins með Erlendi, það keyrði upp hraðann hjá mér. Það endaði því með að ég hljóp allan hringinn hraðar en vanalega.
Ég fór minn elskulega Hrafnistuhring með viðbót til að kíkja á páfagauk sem ég lít nú eftir... svo þessi dagur reiknast 13,2 km.
Íþróttir | 22.7.2009 | 13:48 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp heim til Soffíu og hljóp svo 4 km með henni. Hún hafði ekki tíma fyrir meira. Það er brakandi blíða var sennilega 20°c hiti þegar við vorum á ferðinni. Síðan hljóp ég fram á aðra hlaupakonu og hljóp eitthvað með henni áður en ég snéri heim á leið.
Þetta þvers og kruss um bæinn varð að 13,4 km... bara ágætt í dag :)
Íþróttir | 20.7.2009 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugavegurinn er 50 km í loftlínu... og er ekki ,,talinn" lengjast nema um 10%. Hlaupið er sagt um 55 km. Ég veit ekki til að nákvæm mæling hafi verið gerð.
Ég hljóp Laugaveginn í fyrstu 9 skiptin en þá var ég ekki búin að fá mér garmin gps-úrið...
Kannski ég fari hann einhverntíma og mæli vegalengdina. Annars gæti ég trúað því að þó Laugavegurinn væri mældur nokkur ár í röð yrði mælingin sennilega aldrei nákvæmlega sú sama, því snjórinn spilar inní, hann getur sléttað leiðina og tekið af króka ofaní lægðir.
![]() |
Nýtt met í Laugavegshlaupi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 19.7.2009 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég reyndi að ná í Soffíu, en hljóp síðan ein aðeins breyttan Hrafnistuhring. Veðrið var dásamlegt steikjandi sól og hiti... eiginlega of gott til að hlaupa.
Hringurinn sem ég fór var 12 km og er ég ágætlega sátt við það... hefði svo sem getað farið lengra.
Íþróttir | 18.7.2009 | 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst ,,Sigurvegari" maraþonsins í kvennaflokki ekki alveg sangjarn í umsögn sinni. Við sem hlaupum ráðum hraða okkar í hlaupinu.
Ég hef tekið þátt í mörgum maraþonum erlendis og þar hafa menn örmagnast umvörpum, fólk hefur verið borið burt á börum, rúllað í hjólastólum eða stutt burt með poka í æð... og þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu rétt fyrir innan marklínuna.
Fyrst og fremst verður fólk að hlusta á eigin líkama - það getur enginn annar gert fyrir mann.
Í hita eins og var á Akureyri er mesti vandinn að drekka rétt... erlendis er yfirleitt 1 míla á milli drykkjarstöðva og er þá auðveldara að drekka mátulega mikið, oft... en þegar langt er á milli stöðva er erfiðara að drekka nóg því það er vont að drekka mikið í einu.
![]() |
Ósátt við skipulag hlaupsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 13.7.2009 | 12:28 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hafði skráð mig í maraþonið vegna þess að ég var búin að lesa að ég gæti hætt við fram á síðustu stundu... og ég ætlaði ekki norður - punktur... Bíðari nr 1 var ákveðinn að fara.
Á fimmtudag var kominn tími til að hætta við því ég ekki enn búin að fá gistingu... en ég á svo góða vinkonu hana Björgu sem reddaði okkur raðhúsi skyldmenna Palla... Það var því rennt norður á föstudag... gögnin sótt, borðað pasta og blíðunnar á Akureyri notið fram í fingurgóma. Fólkinu sem treysti okkur fyrir húsinu sínu er ástsamlega þakkað fyrir lánið á því.
Ég var í fyrri ráshópnum en við vorum 4 sem vorum ræst kl 8. Hringurinn um bæinn var ágætur en frá ca 12 km var lagt af stað út úr bænum og snúið við á 25 km punktinum. Sá kafli (26km) var mér erfiður, en það er bara ég, mitt vandamál æsist upp í vegarhalla... þá þarf ég að ganga á milli til að endurnýja hlaupalagið.
Öll umgjörð og þjónusta í kringum hlaupið var til fyrirmyndar þó ég segi alltaf að það sé allt of langt að hafa 5km á milli drykkjarstöðva.
Þá verð ég að segja að verðlaunaafhendingin var glæsileg með góðum veitingum.
Því má bæta við... að í síðustu Reykjavíkurmaraþonum hef ég oft sníkt kók af starfsfólkinu á drykkjarstöðvunum... hér á Akureyri var boðið upp á kók á hverri drykkjarstöð og sagði starfsfólkið að kókið hefði slegið í gegn :)
Íþróttir | 12.7.2009 | 14:09 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hljóp heim til Soffíu og við hlupum síðan saman 5 km hring um Norðurbæinn... Soffía kraftakona var nýkomin úr Jóga og svo ætlar hún að hjóla með HHK í kvöld... skyldi hún eyða restinni af deginum í golf ??? hún getur ekki verið kyrr.
Með hlaupunum fram og til baka mældist vegalengdin hjá mér 12,2 km.
Íþróttir | 9.7.2009 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var Helgafellið á laugardaginn og Esjan í gær... gengið en ekki hlaupið.
Við hjónin höfðum nóg að gera í morgun, fórum á nokkra staði í Reykjavík og enduðum á að kaupa skápa í IKEA. Klukkan var að verða hálf 3 þegar við komum heim og ég hringdi fljótlega í Soffíu... best að athuga hvort hún er búin að hlaupa í dag. Nei, hún var ekki búin að hlaupa og tilbúin í slaginn. Ég hljóp heim til hennar og við hlupum Áslandsbrekkurnar (7,2 km saman)
Alls fékk ég 13,8 km hring út út þessu... ekkert nema frábært... við ráðgerum að hlaupa næst saman á fimmtudag.
Íþróttir | 7.7.2009 | 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)