Færsluflokkur: Íþróttir

Gögnin í Utah og Reunion hjá Marathon Maniacs

Utah Walley Marathon 9.6.2012

Við vorum frekar ferðaþreytt, keyrðum á 2 dögum frá Las Vegas til Lehi Utah. Við hefðum getað keyrt á einum degi en áætlunin breyttist hjá mér. Ég ákvað að hætta við að hlaupa Bear Lake á föstudaginn, ég er ekki í neinni æfingu og vil síður sleppa Utah Walley út af MM-Reunion-inu.

Við tékkuðum okkur inn á hótelið... opnuðum tölvuna til að sjá hvenær Reunion-ið byrjaði. Það passaði að fara strax til Provo... smá mistök hjá mér í pöntun, ætlaði ekki að vera svona langt frá. 

Utah Walley Marathon 9.6.2012

Númerið mitt er 6838... expo-ið ágætt. Ég hélt að þetta væri lítið hlaup en það er bara nokkuð stór viðburður. Ég fór í beint útvarpsviðtal...

Með Maniac nr 1 í Utah Walley Marathon 9.6.2012

Reunion-ið var svipað og í Appleton í fyrra. Fundurinn dróst því þeir voru alltaf að gefa séns, þeim sem komu of seint... Allir kynntu sig, það tók tíma svo að lokum var ekki tími fyrir hópmynd.

Við drifum okkur út, áttum eftir að setja inn í garminn, rúturnar, markið, kaupa nesti og kaupa okkur kvöldmat. Þegar ég var búin að taka saman dótið var klukkan orðin 8:30 og klukkan stillt á 2:30...  

 


R´N´R San Diego 3.júní 2012

Dodge Rock 'n' Roll Marathon & Half Marathon, Marathon Relay, San Diego, CA USA,  3.júní 2012
http://san-diego.competitor.com

Fyrir hlaup, San Diego 2012Þetta var í 3ja sinn sem ég hleyp R´n´R í San Diego. Í hin tvö skiptin var flugvöllurinn gerður að bílastæði, rúturnar fóru þaðan á startið og svo endaði hlaupið í göngufæri við bílana... Nú hafa þeir fært markið að Sea World... sem þýddi rútu í bílana, engin bílastæði fyrir almenning hjá markinu (aðeins VIP) svo Lúlli beið allan tímann á hótelinu... skítt fyrir hann.

 Ég fór snemma að sofa, en það var laugardagskvöld og ég vaknaði við læti á hótelinu. Gat sem betur fer sofnað aftur því klukkan hringdi kl 2:30... Ég vildi vera viss um að fá bílastæði við Sports Arena sem var aðal bílastæðið en ekki einhversstaðar úti í buskanum.

Maniacs, B4 R´N´R San Diego 3.6.2012

Ég var komin þangað rúmlega 4:00 og beið í hálftíma í bílnum áður en ég fór í rútuna. Ef ég hefði haft vekjaraklukku þá hefði ég sofnað smá stund. Ég tékka ekki inn dót nema ég sé ein, það hefði verið of kalt að bíða jakkalaus frá 5 til 7:30...

Maniac myndatakan tókst vel, ég fæ myndirnar á facebook og email... sniðugt :) Við hittumst á kirkjutröppum við minn corrall (25) kl 6 am.
Við vorum ekki mörg, Maniac-arnir eru farnir að forðast R´N´R maraþonin. Þau eru dýr og reynt að selja allt, VIP-klósett, bílastæði, skuttlur og fl. Svo eru þau orðin svo stór að skipulagning fer oftar úr böndunum, seinkun á starti, menn villast og fl.

Mark-mynd í San Diego 3.6.2012

Fyrsta ræsing var 6:10... hjólastólar en frá 6:15 var ræst með 5 mín millibili hver corrall... og ég í nr 25... Ég get ekki annað en verið sátt að hafa komist í gegnum þetta - æfingalaus með öllu - Hitinn var nokkur en ekki óbærilegur því það var skýjað, en rakinn var mikill, á tíundu mílu var ekki þurr þráður á mér en það þornaði á síðustu mílunum við sjávarsíðuna. 

Þetta maraþon er nr. 144
Garmurinn mældi tímann 5:41:?? en vegalengdina alltof stutta því það datt svo oft úr gervihnattasambandi. (Gleymdi úrinu útí bíl)

Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas... um 350 mílur og var ég alveg komin í eina krumpu eftir ferðina. Við verðum hér í 3 daga.

Palace Station, Hotel and Casino
2411 W.Sahara Ave, Las Vegas, NV 89102
PalaceStation.com  

 


Gögnin sótt fyrir R´N´R San Diego

R´n´R San Diego, 3.6.2012

Expoið var í Convention Center og þessi Rock N Roll maraþon eru orðin tómt peningaplokk... Í fyrsta lagi eru aðgangurinn rándýr, fokdýr bílastæði þegar maður nær í númerið... allt orðið selt þar inni á uppsprengdu verði... svo er aldrei byrjað og endað á sama stað... sem þýðir strætó-vesen og mér sagt að núna verði maður að kaupa sér Trolley miða til að komast frá markinu í bílinn sinn... GEðveikTTTTT.... 

Það verður Maniac-myndataka kl 6:00 þannig að ég þarf sennilega að leggja af stað héðan, niður á bílastæði kl 4:00... sem þýðir að ég þarf að vakna í síðasta lagi 2:30  


Í yndislegu veðri með Völu

Við vorum ekki búnar að tala okkur saman um að hittast fyrr... af því að það er frídagur. En til þess er síminn... við hittumst við brúna og fórum okkar yndislega Hrafnistuhring í dásamlegu veðri :)

Venjulega hleyp ég aðeins styttra þegar það er maraþon helgina eftir en í dag var allt gleymt... og bara notið þess að vera úti.

Hrafnistan, 12,5 km sem var bara snilld :) 


Korter í...

Égfór út um tíu-leytið... var ekki alveg viss hvaða leið ég ætlaði eða hve langt... en það var inni í planinu að koma við hjá systir og tékka á kisunum. Hitti bara þá gráu, og hún hafði mikla þörf fyrir athygli. Úr því að ég var komin í Setbergið tók ég strætóhringinn sem er 2,5 km, + útúrdúrinn í kisurnar og kláraði síðan Hrafnistuhringinn, þannig að í heildina voru þetta 15,3 km. Það var hífandi rok en helst þurrt... rokið feykti aspar-ilminum burt svo ég þjáðist ekki af andarteppu í dag.

15,3 km...  þetta heitir að byrja að æfa ,,korter í" maraþon. 


Ekki seinna vænna að æfa...

Ég hjólaði í Reykjavík í gær... mótvindurinn tók svo sannarlega í í bakaleiðinni... en það er ekkert sem heitir, maður verður að hreyfa sig eitthvað ;)

Í dag hljóp ég Hrafnistuhringinn í roki og rigningarúða... eins og alltaf var þetta bara ágætt... humm... þegar ég var komin heim aftur ;)

 Hjólið 27,8 km í gær og Hrafnistan 12,5 km í dag. 


Yndislegur dagur

Nú á sko að taka á því... Ég hjólaði kl 8 inn í Kópavog (Lindakirkju) á kynningarfund fyrir námskeið... og svo hjólaði ég heim... rétt komst inn úr dyrunum til að sjá að klukkan var 16:30... skipti um skó og hljóp út til að hitta Völu... stressið var að drepa mig, ég hélt ég væri að verða of sein. Það dró mig niður á seinni hlutanum... og andarteppan af ilminum af alaska-öspinni... þetta er árstíminn ;)

Hjól 25,9 km og hlaup 12,5 km Cool 


Back to normal - bara 10 árum eldri

Það eru komin 10 ár síðan ég byrjaði í skóla... og þá fóru hlaupin að verða útundan, en nú ætlar kella að taka upp þráðinn og ekki gefast upp, berja burtu aukakílóin og mála heiminn rauðan í sumar... enda býst ég ekki við að fá vinnu strax ;)

Bara segi svona... Prédikaði í Ástjarnarkirkju í morgun Smile... og þó að veðrið væri dásamlegt þá festist ég í einhverju leti-rugli og drattaðist ekki út að hlaupa fyrr en kl 4... og hljóp þá 10 km - það er betra en ekkert Wink 


Stór dagur :)

Ég hef ekki hlaupið þessa viku því það hefur verið brjálað að gera hjá mér... Ég vaknaði því snemma til að fara út að skokka... annað hvort var að fara snemma eða ekki neitt... Próf-prédikunin var eh. Næst mæti ég í skólann til að útskrifast... 

Veðrið var gott, heitara en ég hélt og sólin skein. Ég var þung á mér og fannst ég varla drattast úr sporunum en fór hringinn samt á ágætis tíma ;)

Hrafnistan 12,5 km í himins sælu :)


Frjáls eins og fuglinn

Síðasta prófið í gær... Ég gallaði mig upp fh og komst yfir þröskuldinn án þess að hafa ákveðið hvað leið ég ætlaði að fara... en áður en ég vissi af var ég á leið út að Krísuvíkurvegi... OK, það var rok á móti mér og allt á fótinn upp fyrir Bláfjallaafleggjara... Þegar garmurinn stóð i 6 km snéri ég við og þó ég færi sömu leið mældist þetta 12,2 km í lokin... sem er bara ágætt.

Á Vorhátíð Ástjarnarkirkju sem hefst kl 11 á sunnudaginn verður
Fjölskylduvænt almenningshlaup,
ca 1,5 km hringur, allir fá verðlaunapening, fjöldi útdráttarverðlauna, pylsur og drykkir og hoppukastali ef veður leyfir. Skráning frá kl 9 fh.

ALLIR AÐ MÆTA :) 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband