Færsluflokkur: Íþróttir

Veðrið !

...... spilar stóra rullu hjá fólki sem þarf að fara út úr húsi. 

Ég hef alltaf sagt að það sé ellimerki hjá mér að þurfa að vita fyrirfram hvernig veður er.... þegar ég fer út að hlaupa. Hér áður var nóg að vita að það var hlaupadagur.  En nú skiptir veðrið meira máli, skrítið.... því ég er þyngri og þar af leiðandi minni líkur á að ég fjúki, ég er enn vatnsheld ef það skildi rigna, og nú þegar ég er komin með GPS er engin hætta á að ég villist.  Sennilegasta niðurstaðan er þá að..... ég hlýt að vera farin að hugsa meira um sjálfa mig.....  eins og gamla konan sem kom í búðina á Hrafnistu til að kaupa kex.....og þegar ég svaraði... þetta hérna er rosalega gott en það er ógurleg fita í því.   Þá sagði sú gamla..... Það skiptir engu máli, ég er nú komin á þann aldur, að ég borða bara það sem mér þykir gott.  

Í dag eru 6 km. á dagskrá og það er nú ekkert til að væla yfir.... það þýðir ekki að hlaupa í spik.  

 


Byltur- hlaupavinkonur

Hlaupadagskráin þessa viku sem er fimmta vikan í prógramminu okkar er

sunnudagur = 12 kmByltustuð

mánudagur = 6 km.

miðvikudagur = 8 km.

fimmtudagur = 6 km. 

laugardagur = 7 km. 


Núna vorum við að hlaupa 8.km í léttu veðri, rigndi aðeins en 13.stiga hiti.

það var eiginlega óvart sem hópurinn fékk þetta nafn.  En það kom vegna þess að allar hafa þær nýju þurft að detta rétt eftir að þær bættust í hópinn.  Við vorum svei mér farnar að halda að þetta væru álög. 

Sumar eru búnar að detta tvisvar..... taka allt með stæl.... og hafa endað á heilsugæslunni og Sigga er ekki farin að hlaupa aftur og heilt ár er liðið.  Það var auðvitað ekki byltuvesen ... því Sigga var í þrautakóng í hestaferð. Þess vegna verðum við að telja að það sé stórhættulegt að ætla að skemmta sér fyrir utan hópinn.
 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband