Færsluflokkur: Umhverfismál

Bitin af einhverju kvikindi

... Það er ótrúlegt... ég hef verið stíf í vöðva, bólgin og aum neðst á hægra fæti fyrir ofan ökklann... ég hélt í maraþoninu að hásinin væri kannski að ergja mig... en það eina sem ég get ímyndað mér núna að sé orsök fyrir þessu... er bit - skordýrabit.

Veðrið var dásamlegt síðasta laugardag þegar maraþonið fór fram... en ég hef örugglega verið bitin fyrir hlaupið... því ég fann strax fyrir þessu í hlaupinu af því að vöðvinn svaraði ekki eins og hann á að gera. 
Eymslin eru bara í kringum bitið... eða bitin því ég var líka bitin í upphandlegginn. Mig hefur klæjað heil ósköp... EN ég vona að þetta verði búið að jafna sig fyrir næsta maraþon. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband