Færsluflokkur: Samgöngur

Gögnin sótt í Williamson West Virginia

Við höfum keyrt í 2 daga frá New York til að ná hingað. Maraþonið er á morgun og gögnin voru afhent frá 3-9 í dag. Það var ekki mikið um hótel eða mótel, maður ser nú bara tré hérna... og við erum í 27 mílna fjarlægð frá starti og marki... semsagt... eitt stykki maraþon í burtu.

Hatfield&McCoy.WV.júní 2009 Maraþonið heitir eftir 2 ættum sem elduðu grátt silfur í landnáminu í denn (1865)... Hatfield and McCoy... þeir bjuggu sitthvoru megin við ána...Big Sandy River, sem skiptir Williamson í tvennt... annar hlutinn fylgir Kentucky en hinn West Virginia. Inn í erjur þeirra fléttuðust síðan ástarmál afkomenda þeirra... bara eins og í bíó...
Vegna þessara fylkismarka sem eru alveg hætt að sjást... og brúað hægri vinstri... er mjög ruglingslegt að vita í hvoru fylkinu maður er og ég held að hlaupið bæði byrji og endi í Kentucky, þó það sé skráð í West Virginia.


Næst síðasti dagurinn í USA

Í Mt.Laurel NJ, 30.3.2009Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi, hafði keyrt ca 100 mílur aukalega... í leit að hótelinu... Ég var rétt komin inn á herbergið þegar himinninn varð svartur, eins og það leggðist teppi yfir loftið.
Vaknaði um 4 leytið og fór á stjá, Bíðarinn kom strax inn á MSN.

Á leið til Woodstock NY, 30.3.2009Ég var lögð af stað kl 7 um morgun-inn, ég hafði fengið heimilisfangið hjá Harríett fyrrv. mágkonu og ákvað að keyra upp í hið fræga WOODSTOCK og heimsækja hana.
Ferðin var seinfarin, snarkrullaðir sveitavegir með 45 hámarkshraða... og eins og venjulega tók ég eftir að Kaninn er sko ekki með áhyggjur af sjónmengun með allar þessar rafmagnslínur meðfram vegunum.

Hús Harríettar í Woodstock NY, 30.3.2009Harriett var ekki heima... ég tók mynd af húsinu hennar og skrifaði henni bréf og setti í póstkassann... í því lét ég e-mail-addressuna fylgja og auðvitað fékk ég fljótlega svar.
Hún hafði aldrei þessu vant boðist til að vinna eitthvað í listabúð.

Woodstock varð ódauðlegur þegar hátíðin fræga var haldin þarna og sennilega eru flestir þarna ,,gömul blómabörn"

Woodstock NY, 30.3.2009 Það var ekkert annað að gera en að drífa sig til næsta gististaðar, þess sama og ég var á fyrstu nóttina í ferðinni í N-Attleboro. Ég stoppaði sennilega um hálftíma í allt í ferðinni og var á keyrslu í 10 og hálfan tíma, ca 450 mílur. 

Ég fékk sama herbergi og síðast, nr. 128 og dró allt dótið inn, nú skal pakka niður fyrir morgundaginn. Ég var uppgötvuð strax og ég setti tölvuna í gang. Þegar ég var búin að tala við ,,heimamenn" skrapp ég í dýrabúðir hér nálægt. 
Nú sígur á seinnihlutann, ég tékka mig út í fyrramálið og flýg heim annað kvöld.   


Kannski á sumrin, en líst ekkert á það

Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga. 

Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.


mbl.is Icelandair til Seattle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband