Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kannski á sumrin, en líst ekkert á það

Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga. 

Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.


mbl.is Icelandair til Seattle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband