Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Malibu Marathon 13.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 080Malibu International Marathon & Half Marathon
Malibu, CA USA, 13.nóv 2011
http://www.malibuintmarathon.com

Klukkan var stillt á 4 aðra nóttina í röð... Við græjuðum okkur og læddumst út um kl 5... Það var um klst keyrsla til Camarillo þar sem maraþonið byrjar.
Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 097Auðvitað voru nokkrir Maniac-ar þarna og teknar hópmyndir.

Hlaupið átti að ræsa kl 7 en startið dróst um 20 mín, vegna þess að ein rútan frá Malibú fór útaf. Heyrði ekki að neinn hefði slasast.

Malibu Marathon 13.nov 2011Vöðvarnir voru aumir eftir gærdaginn en ég var ákveðin í klára þetta. Fyrstu mílurnar voru í kringum akrana við flugvöllinn - lítið spennandi svæði... en síðan var hlaupið eftir strandveginum NR 1...
Þar voru snarbrattar hlíðar og klettótt ströndin á hvora hlið... Fljótlega teygðist úr hrúgunni en hlaupið hafði eina akrein og deildi henni með hjólreiðamönnum... það var svolítið slæmt því maður heyrði ekki í þeim og þeir voru yfirleitt í hópum.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 104Það munaði um þessar 20 mínútur sem seinkunir var... sólin steikti mig en allra verst var að það voru 3 mílur á milli drykkjarstöðva. Ég væri múmía í vegkantinum núna ef Lúlli hefði ekki bjargað mér með ískaldri kókflösku og þegar hún var búin færði Fellow Marathon Maniac mér flösku af G2. 

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 107Þjónustuliðið á hverri drykkjarstöð var frábært, og haugar af geli á hverri stöð... en drykkirnir voru vondir, klórbragð af vatninu og hræðilegur orkudrykkur með próteini. Fleiri en ég freistuðust til að drekka of lítið á hverri stöð og svo var langt á milli þeirra... ég hef ekki séð hópana af fólki fara að ganga svona snemma í maraþoni.

Þreytan sat í mér, brekkurnar og hvalfirðirnir settu í mig leiða og að lokum var mér nákvæmlega sama hvenær ég kláraði - bara að ég kláraði. Markið var í hyllingum.

Þetta maraþon var nr 139, garmurinn mældi það 42,59 km og tímann 6:33:34

LEYNIUPPTAKA BÍÐARA NR.1 Ískalt Coca Cola í Malibu Marathoni 13.nov 2011.avi  www.youtube.com 


Santa Barbara Marathon 12.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 082Santa Barbara International Marathon & Half Marathon, Relay, Santa Barbara, CA USA, 12.nov 2011
http://www.sbimarathon.com

Klukkan hringdi kl 4 og við Lúlli fengum okkur morgunmat. Þegar allt var tilbúið og Bragi vaknaður fórum við út... Það var ca 20 mín keyrsla á startið.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 085Þegar við nálguðumst skólann þar sem startið var, var ekki einu sinni leyfilegt að keyra upp að skólanum, gatnamótin voru notuð fyrir ,,Drop off"... og ekki við það komandi að breyta því neitt... Við stoppuðum því aðeins frá og Lúlli tók mynd af okkur Braga við bílinn. Ég varð því að fara ein á startið og þeir fóru heim. Á startinu hitti ég nokkra Maniacs svo að grúppumyninni var reddað...

Góðum vinum fagnað í Santa Barbara 2011Það var fyrirfram ákveðið að Jonna og Bragi myndu bíða með Lúlla á Puente... hliðargötunni heim til þeirra sker hjólreiðastíginn sem hlaupið var eftir... á milli 18 og 19 mílu. Og þar stóð heimavarnarliðið samviskusamlega með íslenska fánann þegar ég kom þangað.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011 089Það var ægilega gaman að hitta þau öll, það voru teknar myndir og þetta var mikil upplifun fyrir Jonnu og Braga sem ég held að hafi þarna í fyrsta sinn séð maraþon í gangi. 

Það hafði verið skýjað en sólin fór að skína á 10 mílu og um leið kom nokkuð sterkur mótvindur.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011Leiðin var ágæt, nokkuð slétt en þó með löngum og góðum brekkum bæði upp og niður... og síðustu 2 mílurnar voru niður á við.

Þetta maraþon er nr 138 hjá mér,
garmurinn mældi það 42,52 km og tímann 5:21:39

Ps. set inn myndir á morgun Wink


Expo í Springfield Missouri

Eftir 613 mílna keyrslu, frá Minneapolis til Springfield.... var fyrsta stoppið í Expo-inu, því næst minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Síðan var bara að borða, kaupa sér morgunmat og tékka sig inn á mótelið... gera sig klára og slappa aðeins af, ég þarf að vakna snemma.


LITA-partý 27.8.2011

Viðurkenning 50 States Marathon ClubSíðasta laugardagskvöld hélt ég formlega upp á áfangann að hafa hlaupið maraþon í öllum 50 fylkjum USA...

Dagurinn á eftir fór í að gera vídeo sem ég setti síðan á YouTube... maður minn hvað maður er að verða mikill tæknigúrú... hehe 

http://www.youtube.com/watch?v=mHvg95X2kIE
(muna að hafa hljóðið á)

Þeir sem svöruðu boðinu og mættu á staðinn skemmtu sér frábærlega vel... en einmitt það hámarkaði ánægju mína yfir að hafa tekist að klára þetta :)


Hlaupa-annáll 2010

verðlaunapen 2010Árið 2010 var ágætis hlaup-ár hjá mér þó ég færi ekki mörg maraþon, hljóp aðeins 8 á þessu ári.
Kannski er ekki hægt að miða við síðustu tvö ár... 20 stk 2009 og 17 stk 2008 en ég gat farið oftar og lengri ferðir út þegar ég tók mér ársfrí frá skólanum Kissing
Hér er mynd af verðlaunapeningum ársins.

3 maraþon voru hlaupin hér heima og eru nokkuð mörg ár síðan ég hef verið á landinu til að hlaupa bæði vor-og haust-maraþon Félags maraþonhlaupara en auk þeirra hljóp ég heilt maraþon 14.árið í röð í Reykjavík.

Þau 5 maraþon sem eftir er að telja voru hlaupin í USA - hvað annað. Um síðustu áramót var ég komin með 44 fylki en nú eru 49 fallin... og aðeins EITT eftir.
Ég sé núna að þetta hefur verið frekar slappt ár, aðeins farnar 3 ferðir til USA... hlaupið í MA, RI, CT, IN og OH... en síðustu 3 maraþonin voru hlaupin á einni viku.
Bíðarinn kom tvisvar með, ekki til Rhode Island - þá fór ég ein.

Nú er bara DE (Delaware) eftir Cool
Tvær ferðir til USA eru þegar pantaðar... 26. mars hleyp ég í Washington DC og dæturnar versla Wink
15. maí verður hinum stóra áfanga náð þegar síðasta fylkið -DELAWARE- fellur og þá ætlar yngsta systir og fjölskylda að koma með Wizard 

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2010 reiknast 2318,5 km... en að auki gekk ég heilmikið þegar tók ég ratleik Hafnarfjarðar með Svavari, Tinnu Sól og Berghildi og nokkrar fjallgöngur og gönguferðir voru einnig farnar Whistling

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hyannis Marathon MA, 28.febr.2010

Hyannis Marathon & Half Marathon, 10Km & Marathon Team Relay Hyannis, MA USA, 28.febr. 2010 http://www.hyannismarathon.com

HyannisMarathon.MA, 28.feb 2010Klukkan var stillt á 6:30... ég svaf undarlega (öðru hvoru) við þurfum að kynda herbergið mikið, það er kalt úti og þá verður loftið óþægilega þurrt inni. Það er hrikalega þægilegt að vera svona nálægt startinu, 2,2 mílur og starta seint Wink

Við vorum mætt 45 mín fyrir start. Lúlli fann stæði nálægt. Hlaupið var ræst kl 10:10, þ.e.10 mín of seint.
Hyannis MA, 28.feb 2010Þá var ég orðin frosin á tánum. Síðan hlýnaði og kólnaði á víxl svo ég var að fara úr og í jakkann. Það var ekki liðið langt á hlaupið þegar ég uppgötvaði á mílumerkjunum að hlaupið var 2 hringir. SJOKK Frown

Hringurinn var nokkrar lykkjur um sumarleyfis-bústaði... algerlega líflausir staðir ekki einu sinni dýr að sjá en nóg af brekkum... hvað annað - ég virðist vera áskrifandi af brekkumaraþonum. GetLost
Hér er hæðakortið
http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1584100228

Fyrri hringurinn gekk ágætlega... vandræðin byrjuðu í seinni þegar hálfa maraþonið var síað frá... þá virðast starfsmennirnir líka hafa horfið... tvisvar vissi ég ekkert hvert ég átti að fara (þurfti að spyrja til vegar, stoppa bíla og spyrja hvort þeir hefðu séð hlaupara) og í annað skiptið tók ég beygju í ranga átt og mætti maraþoninu Shocking
Markið í Hyannis MA 28.feb 2010Ég gat reddað mér mílunum með því að hlaupa á móti og þá hljóp ég inn í rétta leið nokkru síðar... W00t 

Ég myndi ráðleggja hlaupurum að velja eitthvað annað maraþon en þetta sem er með leiðinlegustu sem ég hef hlaupið... og er ég alveg að fá nóg af því að þurfa að velja lítil og erfið sveitahlaup vegna þess að tíminn hentar mér.
Eftir að ég kom í mark, kólnaði verulega, kom rok og rigning.

Maraþonin mældist 42,1 km - tíminn 5:16:12 á mína
Þetta maraþon er nr. 119 hjá mér
Massachusetts er 45. fylkið mitt - bara 5 eftir Grin  


Numerid sott i Raleigh NC

Nu nadi kaeruleysid hamarki. eg gleymdi ad prenta ut allar upplysingar um hlaupid. Netid a hotelinu er svo randyrt ad eg timi ekki ad kaupa tad... tess vegna for eg a netid i Best Buy og nadi i heimilisfang fyrir gognin.
Eg er nu i haskolanum tar sem gognin eru afhent, en tar eru tolvur med neti. HEPPIN...
HALLO ALLIR, tad er allt i lagi med mig, bara netlaus.

tetta er litid expo... svo nu aetla eg ad kikja a startid, fara i budir og versla. Ferdin er svo stutt ad tad verdur ad nota timann vel.


Haustmaraþon FM 24.okt. 2009

Ég fór alltof seint að sofa, um miðnætti... og svo var þetta ein af þeim nóttum sem ég svaf vakandi með lokuð augu !!!
FM-martröðin 24.10.2009Pétur Helga hafði hringt í gærkvöldi og boðið mér að fara fyrr af stað og ég þáði það, vaknaði kl 5 og mætti rúmlega 7. Það var enginn kominn og svartamyrkur.
Ég átti erfitt með að sjá misfellur á gangstígnum og var nærri dottin, var óviss á leiðinni, fór villur í Nauthólsvíkinni, þar var allt breytt og snéri síðan of snemma við því í bakaleiðinni var kominn vörður sem leiðrétti villuna og stytti leiðina til baka. 

En allt þetta lagaðist þegar birti, fleiri hlauparar komu í brautina, vegvísar og drykkjarstöðvar. Leiðin var farin 2svar fram og til baka. Þegar ég átti 1 km eftir sá ég að það vantaði á vegalengdina, svo ég snéri við og hljóp smá kafla aftur, en það dugði ekki og ég bætti aftur við 200 metrum í Elliðaárdalnum, beygði til hægri þegar ég kom út úr undirgöngunum... þá passaði þetta.

Þetta maraþon er nr 117 og ég var 5:14:00 að skokka þetta W00t... 
Ég verð að hafa tíma til að æfa ef ég ætla bæta tímann Wink


,,annar" í Tinnu

Hella og hjólaferð með Tinnu 28.7.2009;)... eins og annar í jólum... það var ákveðið að hjóla upp í Kaldársel og ganga síðan á Helgafell. Við fórum af stað hálf 10... Ferðin upp eftir gekk vel, við hjóluðum Hvaleyrarvatnsleiðina... við Kaldárselið hættum við við að ganga á Helgafell og skoðuðum hella í staðinn.

Við gengum um Kaldárselssvæðið, borðuðum nestið og tókum myndir. Síðan var hjólað heim á leið... aðra leið en við komum, við klöppuðum hestum og fl.

Hella og hjólaferð með Tinnu 28.7.2009Afi var búinn að baka muffinsbollur þegar við komum heim... en Tinna hafði verið svo dugleg að við hjóluðum út í sjoppu og keyptum fótboltamyndir - áður en við fórum inn og fengum okkur bollu. Við vorum búnar að hjóla og ganga 23,6 km samkvæmt garmin-úrinu.

Hella og hjólaferð með Tinnu 28.7.2009Á meðan við kjömsuðum á bollunum spurði ég Tinnu hvort við ættum að fara aðeins út að hjóla á eftir ??? Já, hún vildi það og aftur var lagt af stað... nú var hjólað um hverfið og út á róló... við fórum loks inn þegar það byrjaði að rigna kl 4:45 

Það er synd að segja að maður hreyfi sig ekki þessa dagana :)


Drottning í fjölskyldunni

Bryndís Líf, Drottning 10.bekkjar vor 2009

Smile  

Bryndís Líf, elsta barnabarnið mitt og nafna mín var kosin Drottning 10 bekkjar í skólanum sínum.

Það er ekkert smá stolt amma sem flaggar nú með mynd af henni.

Heart Innilega til hamingju Bryndís mín Kissing
Óska þér Guðs blessunar í framtíðinni.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband