Hrikalega erfitt maraþon í Ohio í dag.
Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..
Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..
Ég hafði tognað á hásin á hægra fæti fyrir þremur vikum og auðvitað tók það sig upp, það varð til þess að ég skekkti mig og þreyttist mjög í bakinu.. og þegar maður er farinn að finna til þá hrannast upp önnur gömul og ný óþægindi.. ég fann fyrir öklabrotinu, grindarlosinu og kviðslitinu sem ég á eftir að láta laga.. fann til í hægra hnénu sem ég datt á í síðustu viku í ratleiknum.. Síðan fann ég að ég var að fá blöðru á hægri hælinn..
En ég kláraði DEAD LAST BUT ALIVE.
Eftir hlaupið keyrði ég um 125 mílur til South Bend IN.. og ég ætla að taka mér frí á morgun.
MARAÞON | 24.9.2024 | 16:34 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)