Appalachian Series Bristol Marathon TN, 26.mars 2024

Ég var á keyrslu allan daginn í gær, reyndi að sofna snemma en það tókst ekki. Hlaupið í dag var ræst klst seinna en síðasta hlaup eða 6:30.. svo ég vaknaði kl 4. Brautin var falleg, eftir skógarstígum, að mestu möl, og það sem var malbikað var með ,,toe catchers" þ.e. illa farið af rótum trjánna. Það rigndi mest allan tímann.

Bristol TN 26.3.2024, kláraði 3ja hring um USAÍ dag kláraði ég AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl.. en svo fékk ég póst frá The 50 State Marathon Club að ég yrði að hlaupa aftur í Tennessee. þetta var BÖMMER síðasta árs.

Rock and Roll hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.
Hin 49 fylkin höfðu verið samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest..
ÉG ER BÚIN MEÐ 3 HRINGI UM USA og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening.

#3 Tennessee
Strava mældi leiðina 44,85 km

Appalachian Series, Eufaula Marathon 22.mars 2024

Ég var á keyrslu allan gærdaginn en tókst að hvílast ágætlega fyrir hlaupið.. enda á kolvitlausum tíma.

Eufaula Alabama 22.3.2024Ég vaknaði 3:30 en hlaupið var ræst kl 5:30. Þetta var blautur dagur. Fyrst kom smá dropaskúr og úði, en svo komu helli dembur og þá safnaðist í polla.. í rigningu fæ ég alltaf nuddsár af fötunum. mig vantaði ekki þetta fylki en ferðin er farin til að klára aftur 3ja hring um USA.. og það verður eftir 3 daga í Bristol Tennessee.

Ég var samferða Natalie nokkrar ferðir. Hún ætlaði að koma til Íslands og ég ætlaði að keyra hana til Eyja að sjá fílinn.. en hún greindist með 4stigs krabbamein og er nú í meðferð við því, svo ferðin frestast.

Alabama #4
Strava mældi það 43,94 km
Held þetta sé maraþon nr 280


Hreyfing í jan,febr. mars apr. 2024

Við komum frá Orlando gegnum NY að kvöldi 5 jan.. ég var rétt lent þegar ég fékk hringingu frá Hrafnistu.. Mamma var orðin mjög veik.. daginn eftir var hún sett í lífslokameðferð og lést 7.jan.. Það fór því ekki mikið fyrir æfingum þennan mánuðinn.. þó syntum við systur á föstudögum.. Mamma var svo jarðsett 24.jan. 

Ég var síðan ráðin til Skagafjarðarprófastsdæmis frá 1. febr.. og þar var snjór og mikill klaki á götum.. ég keypti því kort í þrekmiðstöð, þó ég elski ekki bretti.. og eyði ofboðslegri orku í að venjast því.. 

12.jan.. 1000m skrið
15.jan.. 10,5 km skokk m/Völu í hálku
19.jan.. 1000m skrið
25.jan.. 5 km skokk
26.jan.. 1000m skrið

10.feb.. Bretti 3 km
12.feb.. Bretti 3 km
15.feb.. Bretti 3 km
17.feb.. Bretti 3 km
19.feb.. Bretti 3 km
21.feb.. Bretti 4,1 km
24.feb.. Bretti 4 km
27.feb.. Bretti 4 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband