Maraþon á morgun

Gögnin sóttVið vorum þrjú sem mættum í pastað..... ég, Rannveig og Bíðari nr. 1.  Við sóttum númerin, fundum stemmninguna og hittum hlaupavini.  Rannveig var eitthvað slöpp og hafði ekki lyst á pasta, ég borðaði fyrir okkur báðar.

Ekki að spyrja að því, maður hleypur ekki í spik, án þess að hafa eitthvað fyrir því.  Nú er bara að undirbúa sig. Hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn.

Rannveig hleypur 10 km. en ég maraþonið.  Við vorum að skoða leiðina á kortinu í bæklingnum.  ÁGÆTIS HRINGUR.

Ég er svo heppin að Bíðari nr. 1 ætlar að hitta mig við 30 km. markið eins og undanfarin ár og hjóla með mér afganginn af leiðinni.  Þá reynir hann að segja eitthvað viturlegt og vera með brandara sem ég hlæ ekki að fyrr en löngu seinna .... Svo er hann með orkudrykk, súkkulaði og getur geymt jakka í körfunni og svo tekur hann myndir..... Frábær þjónusta sem hann veitir, verst hvað hann er lélegur nuddari.... En það er aldrei á allt kosið... og ég er hæst ánægð með þetta.

Við sáum ekki Möggu og Önnu Rós, en stelpur, gangi ykkur vel á morgun.  Takmarkið er að koma heilar og brosandi í mark.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband